Miklavatn í Aðaldal,,

Veiðileyfi Norðurland


Skilið veiðiskýrslum


MIKLAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Miklavatn er í Aðaldalshreppi í S.-Þingeyjarsýslu. Það er 1,1 km², fremur grunnt og í 2 m hæð yfir sjó. Úr því rennur til Skjálfandafljóts.

Við austurenda vatnsins er smátjörn, sem heitir Kisi, líkt í laginu og köttur. Vegur 852 til Sílalækjar er ekinn að vötnunum. Mikill og góður fiskur er í báðum vötnum, vatnableikja og urriði, en einnig nokkuð af sjóbleikju. Stangafjöldi er ekki takmarkaður. Eigendur vatnsins hafa löngum stundað netaveiði í vötnunum.

Vegalengdin frá Reykjavík er 479 kmum Hvalfjarðargöng) og 90 km frá Akureyri.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM