Norðlingafljót,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


NORÐLINGAFLJÓT
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Norðlingafljót á upptök á hálendinu á Arnavatnsheiði. Það rennur milli Hallmundarhrauns (Gráhrauns) og Tungu og sameinast Hvítá skammt austan Hraunfossa. Umhverfið er mjög breytilegt, frá hraunbreiðum í gróið land. Í hrauninu er m.a. að finna Surtshellir, sem er lengstur og nafntogaðastur þekktra íslenzkra hella. Hann er í, u.þ.b. 7 km fjarlægð frá Kalmanstungu eftir sama vegi og liggur að ánni.

Miklum fjölda hafbeitarlaxa var sleppt í ána. Meðalstærð laxins sem veiddist í fljótinu, var um 8-10 pund og meðalveiði síðustu ára var um 900 laxar á ári og veitt var á 4 stangir. Vegarslóði, fær öllum bílum, liggur niður að ánni en ganga þarf að flestum veiðistöðum, sem eru margir og dreifðir.

Sjá Lokatölur um laxveiði
 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM