Norðurá,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

 


NORÐURÁ
.

.
[Flag of the United Kingdom]


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Norðurá hefur verið í allra fremstu röð síðustu sumur, með hæstu aflatöluna sumrin 1993-1996 og þá næst hæstu 1997. Margir minntu þó á, að í fyrra hafi Norðurá verið hæst „náttúrulegra laxveiðiáa”, en einungis Rangárnar samanlagðar náðu meiri afla. Menn sögðu að bæði væri rangt að telja Rangárnar saman og auk þess væru árnar útfærsla af hafbeitarstöð. Hvað sem því líður, eru margir sem kalla Norðurá „drottninguna” og ekki að ástæðulausu, því umhverfi hennar er víða undurfagurt og lætur engan ósnortinn.

Áin kemur upp í Holtavörðuvatni og er fyrst bara spræna, en síðan síast alls konar lækir og kílar og ár í hana og á endanum er hún vatnsmikil bergvatnsá.

Alls er veitt með 15 stöngum í ánni, 9-12 á aðalsvæðinu og þremur til viðbótar á svæði sem kallað er Norðurá 2 og er efsti hluti árinnar og sá neðsti. Auk þess eru seldar tvær stangir frá svokölluðum Flóðatanga, en þar veiðist nær eingöngu silungur.

Undanfarin toppveiðisumur hefur litlu munað að áin færi í 2.000 laxa og meðalveiði hennar til margra ára er líklega milli 1300 og 1400 laxar. Veiðin 1998 var 2003 laxar og 1999-2003 rétt um og yfir 2000 löxum Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem hefur haft ána á leigu um árabil.

Laxfoss og Glanni eru helztu fossarnir í Norðurá.  Báðir eru fallegir, en Laxfoss er þó vinsælli meðal ljósmyndara.  Umhverfi beggja fossanna er hlýlegt og kjarri vaxið.  Laxgengd er mikil um báða fossana og algengt er að stökkvandi laxar sjáist á göngutímum.

Laxveiðin Í Norðurá:  Árið 2004 veiddust aðeins 1385 laxar með 14 stöngum á dag, sem er undir meðalagi síðustu ára, en Norðurá tók heldur betur kipp 2005 með 3138 veidda laxa. Sjá Lokatölur um laxveiði


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM