Oddstaðavötn,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


ODDSTAÐAVÖTN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Oddstaðavötn eru: Suðurvatn, Skerjalón og Vellankötluvatn. Veiðisvæðin eru tvö: a) Suðurvatn (0,7 km²; 0,7-2 m djúpt; 3 m.y.s.) og b) Skerjalón (0,5 km²), Örfaravatn, Langatjörn og Vellankötluvatn. Á báðum svæðum eru leyfðar 10 stengur á dag og þar veiðist vatna- og sjóbleikja. Veiðivonin er misjöfn.

Veður og hæfni veiðimanna hefur mikið að segja og dagamunur er á veiðinni. Stærri fiskurinn bítur verr en hinn smærri og veiðivonin er meiri á svæði b) en a). Á b-svæði er meiri sjóbleikja en meiri vatnableikja í Suðurvatni. Þyngd sjóbleikju 1-4 pund og vatnableikjan af svipaðri stærð.

Vegalengdin frá Reykjavík er 603 km um Hvalfjarðargöng og 24 km frá Kópaskeri.
TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM