Skilið veiðiskýrslum


SAUÐLAUKSDALSVATN
.

.

Sauðlauksdalskirkja

 

Sauðlauksdalsvatn er í Rauðasandshreppi í V.-Barðastrandarsýslu og skammt frá flugvellinum á Patreksfirði. Frá vatninu er stutt í byggðasafnið á Hnjóti. Sauðlauksvatn er 0,9 km², dýpst 4 m og í 6 m hæð yfir sjó.  Þjóðvegurinn liggur að vatninu. Mikið er af frekar smáum fiski í vatninu, urriða og bleikju en getur verið mjög vænn og fallegur. Vatnið var að mestu nytjað af ábúanda, mest með netaveiði.
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn í vötnunum.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 403 km um Hvalfjarðargöng, 159 km stytting með Baldri frá Stykkishólmi og 62 km frá Flókalundi.
 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM