Selá í Vopnafirði,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

[Flag of the United Kingdom]


SELÁ

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Ein þekktasta laxveiðiá landsins, kemur upp á hálendinu ofan byggða í Vopnafirði og fellur til sjávar í firðinum. Veitt er á 5-6 stangir á neðra svæði og 2-3 á hinu efra, eftir tíma hverju sinni. Á neðra svæðinu er frábært veiðihús með þjónustu, en efra búa menn í viðhöldnu eyðibýli.

Óvíða hafa menn meira pláss í kílómetrum talið á hverja stöng heldur en í Selá. Veiði sveiflast mjög í henni eins og öllum ám á Norðausturhorninu, en seinni árin fer veiðin þó sjaldan niður fyrir 5-600 laxa. Góð sumur skila 1200 til 1300 löxum á þurrt og þá er líf og fjör á bökkum Selár.  Laxveiðin í Selá 2004 fór yfir
1600 laxa á 6 stangir á dag.
Sjá:
Sjá Lokatölur um laxveiði

Selárdalur er vestastur Vopnafjarðadala. a.m.k. 30 km langur að Mælifelli (822m).  Þar grynnist hann mikið en efstu drög má rekja inn í Dimmafjallgarð.  Lágir hálsar liggja að honum öllum.  Dalurinn var allur byggður forðum, níu bæir á fyrri hluta 19. aldar.  Skammt neðan Selárfoss er jarðhiti og þar er afbragðssundlaug.  Í dalnum er eitthvert mesta vetrarríki í Vopnafirði.  Tún kól í dalnum á árunum 1965-70, þannig að bændur töldu endurræktun ómögulega.  Þeir seldu veiðifélagi í Reykjavík jarðirnar.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM