Selá í Álftafirði,,

Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


SELÁ í ÁLFTAFIRÐI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Selá í Álftafirði

 

Selá Í Álftafirði er sennilege eitthvert bezt varðveitta laxveiðileyndarmál landsins. Hún hefur ekki verið í skipulagri útleigu, en jarðeigendur lítillega nýtt sér hana. Sumarið 2004 var hún stunduð um helgar og var veiðin framar vonum eða 108 laxar á tvær stangir. Selá er dragá sem rennur um Starmýrardal og útí Álftafjörð rétt austan við Þvottárskriður, á mörkum Austur- Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu.

Áin lætur lítið yfir sér þegar ekið er yfir hana þjóðvegi eitt, en litlu ofar rennur hún í afar fögru umhverfi. Hún er fiskgeng 9. km. og eru í henni skráðir 20 veiðistaðir og veiðikort er til af ánni. Í Selá veiðist einnig sjóbirtingur á ósasvæðinu á haustin.

Veiðireglur: Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu. Veiðitíminn er frá 1. júlí - 30. september. Stangirnar tvær eru einungis seldar saman og látum við veiðimönnum eftir að skipta milli sín svæðinu.

Veiðitími: kl. 7-13 og 16-22, en eftir 8.ágúst kl. 15-21 daglega.

Veiðieftirlit hjá Guðjóni P. Jónsssyni í síma 892 2178.

Veiðihús: Gisting innifalin í neðangreindu verði en nákvæmar upplýsingar um gistingu liggja fyrir síðar.

Leyfilegt agn: Fluga og hámark 5 laxar á stöng á dag, öðrum löxum skal sleppt aftur og skrá í veiðibók.

Sjá Lokatölur um laxveiði


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM