Selá á Ströndum,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


SELÁ

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Selá er á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananeshrepps í Strandasýslu og er talin ein vatnsmesta á á Vestfjörðum, og ein sú lengsta. Efstu upptök hennar eru í vötnum í 500 m. hæð. Margar ár falla til hennar , Þjóðbrókargil að vestan, en Trékyllisá og Seljaá að austan ásamt mörgum minni ám. Áin rennur um Selárdalinn, sem er umleikin gróðri, fremur þröngur, með brattar fjallshlíðar til beggja handa. Þjóðvegur liggur yfir Selá neðanlega.

Til forna reyndist Selá oft viðsjál yfirferðar og mannskæð, sagt er að Guðmundur góði hafi vígt hana, og tók þá af slysfarir. Veiði í Selá er sjóbleikja sem getur oft verið dyntótt. Lax hefur fengist í Selá en ekki í miklum mæli. Veiðistaðir eru margir, helst við neðanverða ána. Leyfðar eru 4 stangir á dag.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 274 km um Hvalfjarðargöng og u.þ.b. 15 km frá Hólmavík.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM