Selvatn fremra, Selvatn neðra,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir  

SELVATN FREMRA og NEÐRA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þessi vötn eru í Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Neðra-Selvatn er í 136 m hæð yfir sjó og 0,43 km². Fremra-Selvatn er í 133 m hæð yfir sjó og 0,62 km². Úr Neðra-Selvatni rennur Þúfnaá norður til Vatnsfjarðar. Úr Fremra-Selvatni rennur Karlmannaá til Mjóafjarðar. Allmikill silungur er í vötnunum, mest urriði. Miklu minna er af bleikju. Meðalstærðin er 2 pund en veiðst hafa mun stærri fiskar. Enginn akvegur er að vötnunum og verður því að ganga nokkurn spöl. Fremur lítið er um stangaveiði í þeim. Milli vatnanna er eyðibýlið Vatnsfjarðarsel í grösugu og fallegu umhverfi.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 370 km og 129 km frá Ísafirði.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM