Sigríðarstaðavatn,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


SIGRÍÐARSTAÐAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Sigríðarstaðavatn er grunnt og mjótt stöðuvatn í Þverárhlíðarhreppi í V.-Húnavatnssýslu. Það er 6 km langt, 6,2 km², í 1 m hæð yfir sjó og úr því rennur í Sigríðarstaðaós. Vatnið er gamalt sjávarlón og er vestast hinna þriggja hópa, sem eru inni af Húnafirði. Bærinn, sem vatn og ós eru kennd við, er í eyði og landið heyrir undir Þingeyrar.

Góð sjóbleikja og sjóbirtingur er í vatninu, mikið 1-2 pund, og það á sína áhangendur vegna veiðisældar. Mest er veitt á flugu og spón. Ágætur vegur með vatninu að vestan.
Mikill fjöldi sela heldur sig við ósinn og veiðimenn hafa illan bifur á honum.

Vegalengdin frá Reykjavík er 229 km  um Hvalfjarðargöng  og 32 km frá Hvammstanga.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM