Hauganes sjóstangaveiði hvalaskoðun,

Skilið veiðiskýrslum


SJÓSTANGVEIÐI og HVALASKOÐUN frá HAUGANESI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Sjóstangaveiðin er stunduð með eikarbátnum Níels, sem var byggður 1973.  Talsverðar líkur eru á því að sjá seli og hvali á leiðinni og fuglalífið er fjörugt.  Veiðin er góð, þorskur, ýsa, ufsi og steinbítur eru algengur afli.  Veiðimönnum gefst kostur á viðkomu í Hrísey, annarri stærstu eyju landsins.  Þar er sjávarþorp á syðsta hluta hennar og margir njóta fjölbreytts fuglalífsins í þess.

Sjóstangaveiðin tekur u.þ.b. þrjár klukkustundir og farið er daglega á tímabilinu maí til september/október.

Sjóstangaveiði og Hríseyjarferð.  Sé viðkoma í Hrísey, er ferðin 5-6 klukkustunda löng og snæddur er hádegisverður í veitingahúsinu Brekku í Hrísey.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM