Stóra Skálavatn og Pyttlur,,


Veiðivötn 1962


Skilið veiðiskýrslum

Hálendisveiðivötn

STÓRA-SKÁLAVATN - PYTTLUR
VEIÐIVATNASVÆÐIÐ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Skálavatn, Fossvötn, Langavatn ásamt tengivötnum og Snjóölduvatn eru aðalvötnin, sem veitt var í til forna, þar til nútímasleppingar seiða hófust. Við norður- og vesturhluta vatnsins og við Pyttlurnar eru kargahraun og fallegir smágígar og þar eru helztu veiðistaðirnir með miklum botngróðri og grófum festum. Þetta eru að- og frárennslislaus vötn á yfirborði. Stofninn í þessum vötnum er náttúrulegur en klak vart sett í Pyttlurnar. Stóra-Skálavatn er mikið um sig og leynir á sér, því að stangveiðimenn reyna lítt veiðar nema í norðurenda þess og þá helzt á kvöldin. Grösugir moldarbakkar eru við austanvert miðbik þess og suðurhlutann og veiði þar er háð kunnugleika og aðferð, sem gefur sérfróðum veiðimönnum skemmtilega veiði. Náttúrulegt æti er fjölbreytt og kjarnmikið, flugur, púpur, ormar, kuðungar, hornsíli og skötuormur. Góð veiði er við áveðursbakka, nema við rökkurveiðar í norðurendanum. Stóra -Skálavatn er í 568 m hæð yfir sjó, 0,78 km², dýpst 16 m, 4,4 Gl, meðaldýpi 5,6 m, lengst 1,5 km og breiðast 0,7 km. Við Skálavatn er breytilegast umhverfi á Veiðivatnasvæðinu. Þar eru háar öldur, gróin hraun og mosavaxnar bungur.

Dýpi er misjafnt í vatninu. Það er allvogskorið að innanverðu með mörgum hólmum. Hár hraundrangur er yzt á litlum tanga, sem gengur suður í vatnið. Þar heitir Arnarsetur.
  Þaðan sér yfir mikinn hluta vatnsins, hólma og sker, víkur og voga. Veiði hefur aukizt í vatninu síðan 1994 (240 1998). Ánamaðkur, makríll, spúnar, púpur og flugur (8-12 ein- og tvíkrækjur; streamers) eru beztu agntegurndirnar. Helztu veiðistaðir eru: Kvíarnar, Arnarsetur, Bátseyri, Flóinn, Botnatangi, Pyttlur og Pyttlunes.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM