Staðarvatn,,

Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


STAÐARVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Staðarvatn er í Skeggjastaðahreppi í N.-Múlasýslu. Það er 0,24 km², nokkuð djúpt á parti og í 264 m hæð yfir sjó. Lítið rennur til þess á yfirborði en Dalhúsaá, sem úr því fellur, er allvatnsmikil.

Það hljóta því að vera uppsprettur í vatninu sjálfu. Dalhúsaá sameinast Gæsagilsá og þær hverfa í Bakkafjörð. Það er ekki akfært að vatninu en komast má akandi í 6 km fjarlægð. Í vatninu er sæmilegasta bleikja.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 653 km um Hvalfjarðargöng og 25 km frá Vopnafirði og 53 km frá Þórshöfn
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM