Stífluvatn,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


STÍFLUVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Stífluvatn er í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 3,9 km², mesta dýpi 23 m og í 97 m hæð yfir sjó. Í það renna Tunguá, Fljótaá, Húnstaðaá, Húnstaðalækur, Stórilækur og fleiri lækri. Fljótaá rennur úr því til norðurs. Stífluvatn er uppistöðulón fyrir Skeiðfossvirkjun. Það var bæði minna og lægra áður en það var stíflað.  Mikið er af góðum silungi í vatninu, eingöngu vatnableikja, uppalningur á heimaslóðum. Hún getur orðið allt að 6 pund.

Ágætisberjaland er kringum vatnið. Það er sumarfagurt í Stíflu, gróður þroskamikill og litsterkur og miðnætursólin við hafsbrún.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 403 km um Hvalfjarðargöng og 20 km frá Ólafsfirði.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM