Svínavatn,,


Skilið veiðiskýrslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir  

SVÍNAVATN
.Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Svínavatn er í Svínavatnshreppi í A.-Húnavatnssýslu, 12 km², 123 m yfir sjó og mest 38,5 m djúpt. Mesta lengd þess er 11,1 km og breiðast er það 2,1 km. Sléttá og Svínadalsá renna til þess en afrennslið er Efri-Laxá, sem rennur til Laxárvatns. Veiðileyfin gilda á 2,3 km langri strandlengju, sem tilheyrir Mosfelli. Engin takmörk eru á fjölda veiðileyfa. Helzt veiðist vatnableikja, urriði og murta (aðeins í sept.). Auk þess veiðist lax í vatninu á hverju sumri. Besta veiðivonin er þar, sem klappir ganga fram í vatnið og við ósa lækja.

Bleikjan og urriðinn eru yfirleitt á bilinu frá tæpu pundi upp í 2-3 pund, en urriðar allt að 8 pund hafa veiðst og 5-6 punda bleikjur sjást endrum og sinnum. Akvegur liggur hvergi alveg að vatninu, nema að suðvestan. Samkvæmt þjóðtrúnni er prestum best að ríða ekki um vatnið á ísi.
Leyfilegt er að veiða frá kl. 07:00 til 24:00.
Sigurður Árnason, Syðri-Grund. Sími 452-7138 og 662-2691.  Netfang: blesi@emax.is . Sigurður er einnig með bátaleigu fyrir veiðimenn til að veiða í almenningi vatnsins.  Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um vatnið og veiðina.


Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 243 km um Hvalfjarðargöng.


.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM