Þórisvatn,,

Hálendisveiðivötn


Veður og færð


ÞÓRISVATN

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English

Þórisvatn var næststærsta náttúrulega stöðuvatn landsins þar til það varð að miðlunarlóni fyrir virkjanir á Tungnár- og Þjórsársvæðinu.  Flatarmál þess var u.þ.b. 70 km² en nú er það breytilegt eftir vatnsbúskapnum á söfnunarsvæði þess og getur orðið allt að 86 km².  Vatnshæðin er á milli 561 og 578 m yfir sjó.  Umhverfi vatnsins er gróðurvana auðn eftir að einu gróðurblettirnir fóru undir vatn.    Vatnið er mjólkurlitað vegna jökulvatnsins, sem hefur verið leitt í það.  Þórisós var afrennsli þess þar til hann var stíflaður og vatnið leitt í skurði til Krókslóns fyrir ofan Sigölduvirkjun.  Sprengisandsvegur liggur rétt hjá vatninu, þannig að aðgangur að því er auðveldur.  Þórisvatn var þekkt fyrir stóran urriða en aflabrögð urðu dræmari eftir allar þessar breytingar. S: 897-3064
e-mail 1gudm2@gmail.com 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM