Þveit,,


Veiðileyfi Asturland


Skilið veiðiskýrslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir Veiðistaðir

ÞVEIT
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þveitin er í Nesjahreppi í A.-Skaftafellssýslu, skammt norðan Hafnar í Hornafirði. Það er 0,91 km², mjög grunnt og aðeins í 2 m hæð yfir sjó. Myllulækur og Skrápslækur renna til þess en Þveitarlækur úr því til Hornafjarðarfljóts. Hringvegurinn nr. 1 liggur á eystri vatnsbakkanum.  Umhverfið er grösugt og margbreytilegt. Í og á vatninu er hægt að skoða skemmtilegt fuglalíf. Allmikið magn af smábleikju er í vatninu, eingöngu vatnableikja, þrátt fyrir að sjógenginn fiskur eigi greiða leið upp í það. Því miður er netaveiði ekki stunduð í vatninu.
Til eru sagnir um að nykur hafi sést við vatnið á myrkum haustkvöldum. Setuliðið á Stokknesi hafði vatnið árum saman á leigu.

Leyfilegt er að veiða til kl. 22.00.

Veiðitímabil stendur yfir frá 1.apríl til 30. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Sigurður Sigfinnsson á Stórulág hefur umsjón með vatninu. Stórulág er staðsett um 2 km. norður af vatninu.  s: 478-1353.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 449 km og frá Höfn 10 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM