Þverá, Kjarrá,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

[Flag of the United Kingdom]


ÞVERÁ - KJARRÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Þetta er sama vatnsfallið, en skiptir um nafn á miðri leið. Efst heitir áin Kjarrá og hún kemur saman úr smáám á Tvídægru. Hún safnar í sig vatni og nærri Örnólfsdal heitir hún um skeið Örnólfsdalsá, en síðan Þverá. Litla Þverá rennur í hana í miðjum dal og er einnig góð laxveiðiá, oft notuð sem mjög svo spennandi frísvæði. Kjarrá og Þverá eru veiddar með alls 14 stöngum, 7 á hvoru svæði og er Kjarrá einungis sækjanleg á jeppum eða hrossum.
Samgöngur í neðra eru mun betri. Þessi á, eða ár, hafa verið í fremstu röð alla tíð.

Algengt er að sumarveiðin sé samanlagt 1400 til 1800 laxar og þetta svæði hefur oftar en einu sinni farið yfir 2.000 laxa múrinn. Veiðin 1998 var 2189 laxar og 1999 var veiðin örlítið minni. Frá 2000-2003 hefur áin rokkað frá u.þ.b. 1600-2000 löxum, en árið 2005 var eitt af bestu laxveiði sumrum Þverá og Kjarrá með
4151 löxum.

Afburðagóð veiðihús eru við bæði svæðin.
 Sjá Lokatölur um laxveiði


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM