Úlfsvatn,,

Skilið veiðiskýrslum

Hálendisveiðivötn

ÚLFSVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Úlfsvatn er á Arnarvatnsheiði. Það er 3,85 km², fremur grunnt og í 434 m hæð yfir sjó. Það er annað stærsta vatnið á heiðinni og í það rennur Gilsbakkaá úr nokkrum vötnum alllangt norðuraf. Útfallið, Úlfsvatnsá, rennur til Grunnuvatna.  Vatnið er gjöfult á veiði, bæði bleikju og urriða, sem getur orðið allvænn, allt upp í 8 pund. Fyrrum voru netaveiðar stundaðar af krafti í vatninu. Við norðausturhorn vatnsins er skáli, sem getur hýst allt að 20 manns. Jeppaslóð liggur sunnan að vatninu og skálanum. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 200 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM