Urriðavatn,,


Veiðileyfi Asturland


Skilið veiðiskýrslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir Veiðistaðir

URRIÐAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Urriðavatn er u.þ.b. 1,1 km², dýpst 15 m og í 40 m yfir sjó. Til þess renna Hafralónslækur og Merkilækur og frá því Urriðavatnslækur. Veiðileyfin gilda í það allt. Vatnið er við vegamót vega nr. 1 og 925.
Helst er veitt í Hafralækjarósi hjá útrennsli Urriðavatnslækjar, frá Hitaveitutanga og víðar.
Í vatnunu er urriði og bleikja. Bleikjan er frá nokkur hundruð grömmum upp í 3 pund, mest 1 pund. Urriðinn er frá 250 gr upp í 5 pund, mest um 2. punda fiska.
Gott berjaland er við vatnið. Heitu uppspretturnar í vatninu heita „Tuskuvakir”. Nykur hélt til í vatninu og hefur liðið vel í ylnum. Hann sást helst í ljósaskiptunum á beit.
Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.

Veiðitímabilið er allt árið.

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Jón Steinar Benjamínsson, Urriðavatni, s: 471-2060
Vegalengdin frá Reykjavík er 664 km um Hvalfjarðargöng og um 5 km frá Egilsstöðum.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM