Vatnsdalsá,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

[Flag of the United Kingdom]


VATNSDALSÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Ein af betri laxveiðiám landsins, allvatnsmikil, kemur upp í Vatnsdalsárdrögum norður af Kjalvegi og síðan safnast alls konar ár og lækir, sú stærsta Álftaskálará, eða Álka, eins og hún er jafnan kölluð. Alls er veitt á sex stangir á aðalsvæði Vatnsdalsár, sem nær að svokölluðum Stekkjarfossi. Frá honum og að Dalsfossi hefur verið leyfð ein stöng og á silungasvæðinu, sem er tvískipt, annars vegar frá Flóðinu og eina tvo kílómetra fram dalinn og hins vegar frá Brúarhyl og niðurúr, er veitt á einar 18 stangir. Vatnsdalsá er ein af mestu stórlaxaám landsins og oft á hún hinn stærsta eftir sumarið. Veiðin hefur hlaupið á bilinu 600 til 1200 síðustu árin og auk þess veiðist alltaf talsvert af sjóbleikju og slangur af urriða með á laxasvæðinu.

Mikil bleikjuveiði er á silungasvæðinu og þar veiðast alltaf nokkrir tugir laxa að auki. Sérhús er fyrir laxveiðimenn, að Flóðvangi í Vatnsdalshólum. Þar er þjónusta, en menn hugsa um sig sjálfa í veiðihúsinu, sem silungsveiðimenn nota og stendur í hlíðinni fyrir austan Flóðið.Nú er aðeins veitt á flugu á laxasvæði Vatnsdalsár og er áin þar með ein af fjórum laxveiðiám, þar sem flugan ein er leyfð. Þá er komið það umdeilda fyrirkomulag „veiða-sleppa” (catch and release policy) í Vatnsdalnum og segja leigutakar það til reynslu. Það hefur m.a. í för með sér að talsvert af laxi veiðist oftar en einu sinni og veiðitölur hækka.
Vatnsdalsá er 16. lengsta á landsins 74 km.
Laxveiðin i Vatnsdalsá 2004 var
undir 1000 laxum með 6 stöngum á dag (Rétt undir meðalagi síðustu ára).  
Sjá: Lokatölur


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM