Vatnsdalsá í Vatnsfirði,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


VATNSDALSÁ

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Vatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd er örstutt á, en allvatnsmikil.  Hún fellur úr Vatnsdalsvatni á Barðaströnd, skammt austan Brjánslækjar. Sumarveiðin er allt frá örfáum löxum upp í svona 150 á toppsumri.  Gósenárin voru, er hvað mest var af hafbeitarlaxi villuráfandi í hafinu. Þá gekk alltaf talsvert af honum í þessa á en mjög hefur dregið úr þeim göngum síðustu árin. Aðeins ein stöng er leyfð í ánni og veiðist stundum drjúgt af sjóbleikju og stöku sjóbirtingur. Leyfi hafa fengist á Brjánslæk.

Vegalengd frá Reykjavík er 341 km um Hvalfjarðargöng og -159 km stytting, ef siglt er með Baldri frá Stykkishólmi til Brjánslækjar.

Sjá Lokatölur um laxveiði


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM