Vestmannsvatn,,


Veiðileyfi Norðurland


Skilið veiðiskýrslum


VESTMANNSVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Vestmannsvatn er rétt sunnan Grenjaðarstaðar í mynni Reykjadals í S.-Þingeyjarsýslu. Það er 2,4 km², dýpst 10 m og hæð yfir sjó er 26 m. Reykjadalsá rennur í það sunnanvert, en úr því Eyvindarlækur til Laxár. Því er skipt í tvö veiðisvæði: a) Silungssvæðið nær frá vík vestan Djúphöfða, sem er merkt sunnan vatns, vestur og norður fyrir vatnið að ósi Eyvindarlæks. Þar er fjöldi veiðileyfa ekki takmarkaður, b) Djúphöfða- og Gráblesasvæðið nær frá Djúphöfða austur að Reykjadalsá. Þarna er líka nokkur von um að krækja í lax. Tvær stengur eru leyfðar á dag og veiðimenn skipta um svæði um miðjan dag.

Veiðin er bleikja og urriði af þokkalegri stærð og lax veiðist stundum. Veiðivon er meiri á svæði b. Það er hægt að aka að vatninu sunnanverðu en það er u.þ.b. 500 m gangur að því norðanverðu. Skammt er í bændagistingar og að sumarhótelinu að Laugum í Reykjadal.

Vegalengdin frá Reykjavík er 456 km um Hvalfjarðargöng og 28 km frá Húsavík.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM