Vesturhópsvatn,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir Önnur afþreying

VESTURHÓPSVATN
.Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Vesturhópsvatn er u.þ.b. 7 km langt og mesta breidd 2,3 km. Það er í Þverárhreppi í V.-Húnavatnssýslu í 19 m hæð yfir sjó. Það er 10,3 km² og mesta dýpi 28 m.  Veiðisvæðið er við sunnanvert vatnið milli Reyðar- og Faxalækja. Faxalækur rennur út vatninu í Víðidalsá, þannig að svolítill lax er í því. Það er hægt að aka meðfram veiðisvæðinu eftir vegarslóða.  Urriði er aðalfiskurinn, en einnig er að finna murtukyn og bleikju. Bleikjan og urriðinn veiðast allt að 3-4 pund, en þorrinn er smærri.

S
jóbirtingur og lax veiðist af og til, enda samgangur við sjó um Faxalæk og Víðidalsá. Dæmi eru um afarstóra sjóbirtinga, 13-14 punda á seinni árum. Umhverfi vatnsins er fagurt og Borgarvirki gnæfir yfir austurhluta þess.
Stangveiðifélag Keflavíkur er með Vesturhópsvatn.

Vegalengdin frá Reykjavík er 221 km um Hvalfjarðargöng og 24 km frá Hvammstanga..


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM