Víðidalsá Sjóbleikjuveiði,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


VÍÐIDALSÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Sjóbleikjusvæðið í Víðidalsá er eitt hið besta á Norðurlandi. Þetta eru síðustu 4 km árinnar áður en hún fellur í Hópið. Þetta veiðisvæði er greinilega merkt og þar má mest nota 2 stengur í einu. Fiskurinn er venjulega stór og góðar líkur á því að ná í þennan stóra. Stórbleikja er einkennisfiskur Víðidalsár. Það er tiltölulega algent að veiðimenn á bleikjusvæðinu kræki í lax. Það er auðvelt að komast að ánni og hægt að aka meðfram árbökkunum.

Dauðsmannskvísl er upptakakvísl Víðidalsár  á Stórasandi ofan Fossabrekkna.  Sagan segir, að Ásgeir æðikollur hafi búið á Ásgeirsá og haft í seli á heiðinni.  Hann hafði reglulega eftirlit með selbúskapnum og eitt sinn fann hann smalamann sinn sofandi norðan hóls nærri selinu.  Hann sá ekki ærnar bak við hólinn og reiddist svo, að hann drap smalann og dysjaði við kvíslina.

Víðidalsá er í A.-Húnavatnssýslu, um 208 km frá Rvík um Hvalfjarðargöng.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM