Víkingavatn,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


VÍKINGAVATN

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Skilið veiðiskýrslum

Víkingavatn er í Kelduneshreppi í N.-Þingeyjarsýslu. Það er 2,4 km², fremur grunnt og í 4 m hæð yfir sjó. Frárennsli er ekki sjáanlegt á yfirborði. Þjóðvegurinn (85) liggur við suðurenda vatnsins. Í því er bæði bleikja og urriði, ágætur fiskur. Gisting og önnur þjónusta fæst í bænum Víkingavatni. Bændur nýta vatnið til netaveiði, þannig að fiskistofnarnir eru í góðu jafnvægi Víkingavatn er fornt stórbýli. Sagan segir, að þar hafi búið á landnámsöld bóndi sá, er Víkingur hét. Hann átti í illdeilum við Harald hárfagra, sem sendi  menn út til íslands til að drepa hann. Bóndi var að veiðum úti á vatninu, þegar þeir komu. Þeir unnu á honum, þegar hann kom að landi. Þeir hjuggu af bónda hausinn og settu í salt til að færa konungi og sanna afrek sitt. Þeir fóru Reykjaheiði til baka. Er þeir áðu undir múla nokkrum, var þeim litið á höfuðið. Það geyspaði þá ógurlega og þeir urðu svo hræddir, að þeir grófu það á staðnum. Þar heitir síðan „Höfuðreiðar” og múlinn „Höfuðreiðarmúli”.

Vegalengdin frá Reykjavík er 524 km um Hvalfjarðargöng og 45 km frá Húsavík.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM