AUSTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 

 


 BORGARFJÖRÐUR EYSTRI
FERÐAVÍSIR

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar finna margt merkilegra steina. Hreint ævintýri er fyrir steinasafnara að ganga um fjörur í Borgarfirði, en þar eru milljónir af marglitum steinum, sem slípast hafa í ám og brimi og skolast síðan á land, en því miður er steinasöfnun bönnuð almenningi.   Í Borgarfirði er fyrirtækið Álfasteinn en þar eru framleiddir skart- og minjagripir úr steinunum og seljast gripirnir víða um land og langt út fyrir landsteina.  Álfasteinn framleiðir einnig graf- og bautasteina og margt annað úr steini.  Þorpið í Borgarfirði nefnist Bakkagerði og þar innan við er Álfaborg, sérstæð hamraborg, sem mikil álfatrú er á.   Álfaborg er nú friðlýst. Náttúrufegurð er viðbrugðið og finna má merktar gönguleiðir um fjörðinn, til nærliggjandi dala og hinna fögru Víknaslóða.. Fuglaskoðarar finna margt áhugavert við gömlu höfnina og nýju smábátahöfnina á Hafnarhólma handan fjarðar.

Vegalengdin frá Reykjavík er 770 km um Suðurland.

Borgarfjörður > Egilsstaðir 72 km.

.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM